Starfskjaranefnd
Starfskjaranefnd er önnur tveggja undirnefnda stjórnar TM en stjórn skal eigi síðar en mánuði eftir aðalfund félagsins kjósa þrjá menn til setu í nefndinni og skulu þeir valdir með hliðsjón af reynslu og þekkingu á viðmiðum og venjum við ákvörðun starfskjara stjórnenda og þýðingu þeirra fyrir félagið. Þá skal meirihluti nefndarmanna vera óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.
Skýrsla starfskjaranefndar TM
vegna tímabilsins apríl 2015 – mars 2016Nefndarmenn
Í starfskjaranefnd sátu Kristín Friðgeirsdóttir formaður, Övar Kærnested og Þórdís Jóna Sigurðardóttir.
Fjöldi funda og tímabil
Starfskjaranefnd TM hélt þrjá fundi á tímabilinu frá apríl 2015 til mars 2016. Fundargerðir starfskjaranefndar eru fylgiskjöl þessarar skýrslu.
Helstu verkefni starfskjaranefndar
- Framkvæmd starfskjarastefnu
- Starfsþróunaráætlun og arftakaplan forstjóra og æðstu stjórnenda
- Frammistöðumat forstjóra
- Útfærsla á kaupaukakerfi framkvæmdastjóra
- Starfskjaramál og jafnlaunavottun
- Þróun starfsánægju
- Starfsmannavelta og mannaflaspá (hluti af áhættumati)
- Starfskjarastefna
- Mat á eigin störfum
- Tillögur til stjórnar TM
Framkvæmd á starfskjarastefnu
Nefndin fundaði með forstöðumanni mannauðsmála og forstjóra þar sem nefndin fékk m.a. yfirlit yfir framkvæmd á starfskjarastefnu. Nefndin fór yfir nýja útgáfu á Leiðbeiningum um góða stjórnarhætti. Niðurstaðan er að störf nefndarinnar eru í samræmi við viðmiðin og ekki þótti ástæða til að breyta vinnulagi nefndarinnar vegna þessa. Starfskjaranefndin styðst einnig við starfsreglur nefndarinnar sem og starfsáætlun.
Starfsþróunaráætlun og arftakaplan forstjóra og æðstu stjórnenda
Nefndin var sammála um mikilvægi þess að það liggi skýrt fyrir hver tekur sæti forstjóra tímabundið ef hann stígur til hliðar án fyrirvara. Hjá TM er til yfirlit yfir hæfni og getu sem forstjóri þarf að búa yfir og hver mun taka yfir verkefni forstjóra ef hann fer frá óvænt. Þetta er hluti af því að draga úr áhættu sem fylgir slíkum breytingum.
Starfskjaramál og jafnlaunavottun
Nefndin fór yfir verklag við launaákvarðanir/breytingar. Annars vegar er stuðst við innri launagreiningar og hins vegar ytri launagreiningar. Horft er til þess að útrýma óútskýrðum launamun. Úttek á launum í TM sýnir að óútskýrður launamunur er um 4%. Unnið er að því að efla enn frekar innri launagreiningar til að eyða óútskýrðum launamun.
1. Innri launagreiningar
- Samanburður milli sviða, starfahópa og kynja
2. Ytri launagreiningar
- Launagreining PwC / launagreining Intellecta
- VR – launakönnun
- VR – Fyrirtæki ársins – upplifun starfsfólks af launakjörum
Starfskjarastefna
Nefndin fór yfir starfskjarastefnu og lagði til að ekki yrðu gerðar neinar breytingar.
Mat á eigin störfum
Nefndin fór yfir þau viðmið sem starfskjaranefnd starfar eftir, þ.e. Leiðbeiningar um góða stjórnarhætti, starfsreglur og starfsáætlun. Voru nefndarmenn sammála um að nefndin hefði sinnt þeim atriðum sem þar koma fram og ætlast er til af nefndinni.