Fréttaannáll

6. janúar 2015

TM tók þátt í ráðstefnu HÍ um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum

TM tók þátt í 17. ráðstefnunni í líf- og heilbrigðisvísindum Háskóla Íslands á Háskólatorgi. Þátttaka TM í ráðstefnunni hafði það að markmiði að auka þekkingu og tengsl við heilsu og vellíðan viðskiptavina okkar og er í takt við stefnu TM um samfélagsábyrgð.

7. janúar 2015

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands

Uppskeru­hátíð Fimleika­sambands Íslands var haldin í Hörpunni í boði TM þar sem framúrskarandi fimleikafólk var heiðrað. Einnig voru veittir styrkir úr afrekssjóði TM og vildarvina en sjóðurinn var stofnaður til að styrkja gífurlega hæfileikaríkt afreksfólk í fimleikum frekar til dáða.

31. janúar 2015

TM-mótið í Kórnumn

TM-mótið í Kórnum var haldið helgina 31. janúar til 1. febrúar. Alls komu saman 1.300 stúlkur í 5.–.8. flokki í knattspyrnu og spiluðu skemmtibolta. Allir þátttakendur voru sigurvegarar eftir helgina.

5. febrúar 2015

TM hlaut Ánægjuvogina í 14. sinn

Ánægjujvogin var veitt í sextánda skipti. TM hlaut hæstu einkunn á sínum markaði í fjórtánda sinn sem er einstakur árangur enda er TM það íslenska fyrirtæki sem oftast allra hefur hlotið viðurkenninguna.

5. mars 2015

TM hlýtur tvær tilnefningar til Lúðursins

Lúðurinn, Íslensku auglýsinga­verðlaunin, eru veitt árlega. TM er var tilnefnt í tveimur flokkum í samkeppninni um Lúðurinn 2015. Tilnefningarnar voru í flokki vefauglýsinga fyrir; Lífsreikninn og fyrir árangursríkustu auglýsingaherferðina 2014.

19. mars 2015

TM tekur þátt í Barnakvikmyndahátíð

TM tók þátt í Alþjóð­legu Barna­kvik­mynda­hátíð Reykja­víkur sem haldin var í Bíó Paradís 19.–29. mars 2015 í þriðja sinn. Hlutverk hátíðarinnar var að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingamyndum víðs vegar að úr heiminum.

19. mars 2015

TM tekur þátt í frumkvöðlasjónvarpsþáttum

TM tók þátt í frumkvöðlasjónvarpsþáttunum Toppstöðin sem framleiddir voru af Sagafilm og sýndir á RÚV. TM hefur mikinn áhuga á að styrkja frumkvöðla og alla nýsköpun, hvort sem er einstaklinga með góðar hugmyndir eða ung sprotafyrirtæki.

25. apríl 2015

TM-mót Stjörnunnar

TM, ungmenna­félagið Stjarnan og Garðabær buðu knattspyrnu­stúlkur og drengi í 5., 6. og 7. flokki velkomin á fyrsta stórmót sumarsins, TM-mót Stjörnunnar. Mótið stóð yfir tvær helgar 25.–26. apríl og 2.–3. maí. Þátttakendur mótsins í ár voru um 2400.

11. júní 2015

TM-mótið í Eyjum

TM-mótið í Eyjum fór fram dagana 11.–13. júní en TM-mótið hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum síðan 1990. Þar kepptu um 900 stúlkur úr 5. flokki víðs vegar að af landinu sín á milli. Eins og alltaf var líf og fjör í Eyjum þessa skemmtilegu daga.

18. júní 2015

TM styrkir Reykjavík Midsummer Music

TM var styrktar­aðili klassísku tónlistar­hátíðar­innar Reykjavík Mid­summer Music sem haldin var í fjórða sinn 18.–21. júní 2015. Hátíðin, sem laut listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara, hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn skemmtilegasti viðburður tónleikaársins.

23. júní 2015

Lið TM í WOW Cyclothon hjólar af öllum lífs- og sálarkröftum

Lið TM í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni, skipað átta karlmönnum og einni konu, hjólaði af lífs- og sálarkröftum til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi en málefni geðsjúkra hafa almennt ekki notið mikils stuðnings í samfélaginu.

3. júli 2015

Bílprófsstyrkur TM veittur

Marteinn Atli Gunnarsson bílprófsnemi skrifaði undir Bílprófssamning TM og var svo heppinn að vinna fyrsta 100.000 króna bílprófsstyrkinn sem veittur var á þessu ári.

30. ágústi 2015

Gengið frá Gljúfrasteini að Helgufossi

TM bauð viðskiptavinum sínum í göngu með leiðsögn frá Gljúfrasteini að Helgufossi í Mosfellsbæ. Fjöldi fólks tók þátt í göngunni. Að lokinni göngu var boðið upp á leiðsögn um Gljúfrastein – hús skáldsins.

16. september 2015

Brjóstagjafanámskeið

TM hélt tvö brjóstagjafanámskeið fyrir verðandi foreldra þar sem farið var yfir helstu atriði brjóstagjafar áður en barn fæðist. Námskeiðið var öllum opið og þátttaka var mjög góð. 

2. október 2015

TM tekur þátt í Heilsu og lífstíl í Hörpunni

TM tók þátt í sýningunni Heilsa og lífstíll í Hörpu dagana 2.-4. október. Gestum og gangandi var m.a. boðið í nudd.

13. október 2015

Námskeið um svefn og næringu ungbarna

TM hélt áfram að bjóða foreldrum barna á fyrsta ári á námskeið til að bæta svefn og næringu barna sinna. Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í svefni og svefnvanda barna, ásamt Rakel B. Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi og sérfræðingi í nýburahjúkrun, stýrðu námskeiðinu.

13. október 2015

Bílprófsnámskeið á Akureyri

Bílprófsnámskeið TM sem hefur verið haldið reglulega í höfuðstöðvunum í Síðumúla var einnig haldið á Akureyri til að ná til fleiri foreldra og bílprófsunglinga þeirra. Námskeiðin eru eingöngu fyrir viðskiptavini TM og er ætlað að minnka líkur á slysum og óhöppum hjá ungum ökumönnum í upphafi ökuferisins.

19. nóvember 2015

Eldvarnarátak á aðventunni

Eldvarnar­átak Lands­sambands slökkvi­liðs- og sjúkra­flutninga­manna (LSS) sem TM er hluti af hófst. Slökkvi­liðsmenn heimsóttu vel á fimmta þúsund átta ára börn til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir.

19. nóvember 2015

Svifaldan veitt í fimmta sinn

Svifaldan, verðlauna­gripur fyrir Framúr­stefnu­hugmynd Sjávar­útvegs­ráðstefnunnar 2015 var nú veitt í fimmta sinn af TM, en markmiðið er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með fram­sæknum og frumlegum hugmyndum í sjávarútvegi.

23. desember 2015

Starfsfólk TM styrkir Rjóðrið

Starfsfólk TM tók sig saman í desember og styrkti Rjóðrið, hvíldar- og endur­hæfingar­heimili fyrir langveik og fötluð börn með beinum framlögum auk þess sem haldin var jóla­tombóla. TM jafnaði framlögin og alls söfnuðust 421.000 krónur.